Átökin sem hryðjuverkasamtökin Hamas hrundu af stað með fjöldamorðunum í Ísrael 7. október 2024 hafa nú staðið í ár og sér ekki fyrir endann á þeim. En þeim mun ljúka og hvað tekur þá við? Tjónið í stríðinu á Gasa er geigvænlegt
Minningarathöfn Fólk safnaðist saman í Tel Aviv á mánudag, 7. október, til að minnast þess að ár var liðið frá grimmilegri árás Hamas á Ísrael.
Minningarathöfn Fólk safnaðist saman í Tel Aviv á mánudag, 7. október, til að minnast þess að ár var liðið frá grimmilegri árás Hamas á Ísrael. — AFP/Gil Cohen-Magen

Baksvið

Karl Blöndal

kbl@mbl.is

Átökin sem hryðjuverkasamtökin Hamas hrundu af stað með fjöldamorðunum í Ísrael 7. október 2024 hafa nú staðið í ár og sér ekki fyrir endann á þeim. En þeim mun ljúka og hvað tekur þá við?

Tjónið í stríðinu á Gasa er geigvænlegt. Ekki er vitað með vissu hvert mannfallið er í röðum Palestínumanna, en það gæti verið allt að 40 þúsund manns, þar af um helmingur liðsmenn Hamas.

Þegar í upphafi var óttast að átökin myndu breiðast út. Hamas nýtur stuðnings Írana, sem einnig styðja Hisbollah í Líbanon. Hisbollah hóf þegar árásir á Ísrael, en stillti þeim þó í hóf ef svo má að orði komast.

Átökin breiðast út

Á

...