Óli Björn Kárason
Óli Björn Kárason

Hingað og ekki lengra, segir Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins um ríkisstjórnarsamstarfið. Í grein í blaðinu í dag segir hann að Vinstri grænir hafi í raun bundið enda á stjórnarsamstarfið og vísar þar til ályktunar sem samþykkt var á landsfundi VG um liðna helgi.

„Ég efast ekki um að Vinstri grænir trúi því og treysti að samstarfsflokkarnir í ríkisstjórn láti það yfir sig ganga að minnsti flokkurinn taki þingrofsheimildina af forsætisráðherra og setji samráðherrum sínum stólinn fyrir dyrnar í mikilvægum málum. En nú er langlundargeð mitt endanlega þrotið. Framganga Vinstri grænna er með þeim hætti að útilokað er að réttlæta samstarf við þá í ríkisstjórn,“ skrifar Óli Björn. » 15