Sjálfbærniskýrsla Seðlabankans telur ekki nema 35 síður.
Sjálfbærniskýrsla Seðlabankans telur ekki nema 35 síður. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Seðlabankinn gaf út með stolti Sjálfbærniskýrslu sína fyrir árið 2023. Þar kemur fram að stærsti losunarþáttur bankans af koltvísýringi fyrir árið 2023 var losun vegna aðkeyptrar vöru og þjónustu, en hann nam 685,8 tonnum. Næststærsti losunarþátturinn var viðskiptaferðir, 248,5 tonn, að mestu leyti vegna flugferða. Umfangsmestu flokkar aðkeyptrar vöru og þjónustu voru raftæki og matvæli. Mest losun varð vegna aðkeyptra mjólkurvara og eggja, þar á eftir kjötvara og sjávarfangs. Það væsir ekki um starfsmenn bankans miðað við innkaupin. Skýrslan er 35 síður. Einhver var nú losunin af útblæstri við gerð skýrslunnar.