Söngkonan María Magnúsdóttir kemur ásamt blúsbandi sínu fram á tónleikum á vegum Jazzklúbbsins Múlans á Björtuloftum Hörpu í kvöld, miðvikudagskvöld, klukkan 20. Á efnisskránni eru gömul blúslög í nýjum útsetningum auk þess sem leikið verður…

Söngkonan María Magnúsdóttir kemur ásamt blúsbandi sínu fram á tónleikum á vegum Jazzklúbbsins Múlans á Björtuloftum Hörpu í kvöld, miðvikudagskvöld, klukkan 20. Á efnisskránni eru gömul blúslög í nýjum útsetningum auk þess sem leikið verður „efni sem snertir á gullöld sálartónlistar“, eins og segir í tilkynningu. Ásamt Maríu koma fram Andrés Þór Gunnlaugsson á gítar, Birgir Steinn Theódórsson á bassa og trommuleikarinn Sólrún Mjöll Kjartansdóttir. Miðar fást í miðasölu Hörpu, harpa.is.