Fjarstýringablús í dögun stafrænnar menningar er níunda ljóðabók Gísla Þórs Ólafssonar en hann hefur jafnframt sent frá sér fimm hljómplötur undir nafninu Gillon. Fyrir um ári gaf Gísli Þór út bókina Hafið … 20 cm í landabréfabók. Hann segir…
Afköst Gísli Þór hefur sent frá sér níu ljóðabækur og fimm plötur.
Afköst Gísli Þór hefur sent frá sér níu ljóðabækur og fimm plötur.

Steinþór Guðbjartsson

steinthor@mbl.is

Fjarstýringablús í dögun stafrænnar menningar er níunda ljóðabók Gísla Þórs Ólafssonar en hann hefur jafnframt sent frá sér fimm hljómplötur undir nafninu Gillon.

Fyrir um ári gaf Gísli Þór út bókina Hafið … 20 cm í landabréfabók. Hann segir að þá hafi hugmyndin að þessari bók kviknað. Hann hafi ætlað að skrifa um stríð og vélmennahermenn í anda bóka eins og 1984 og Brave New World. Hann hafi viljað hafa ljóðin frekar stutt og hnitmiðuð og með ádeilubrag, þar sem þemað væri vaxandi gervigreind eða samfélagsmyndin eftir nokkra áratugi, ef gervigreindin hefði tekið yfir. „Eiginlega kviknaði þetta af fréttum um sívaxandi gervigreind og hvort mannfólkið myndi missa stjórn á henni ef hún yrði of víðtæk.“ Eins

...