„Þetta verkefni leggst mjög vel í mig og ég hlakka mikið til,“ sagði Orri Steinn Óskarsson, framherji íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, í samtali við Morgunblaðið á Hilton-hótelinu í Reykjavík í gær
Laugardalsvöllur Orri Steinn Óskarsson á að baki tíu A-landsleiki og þrjú mörk en hann gekk til liðs við spænska stórliðið Real Sociedad í ágúst.
Laugardalsvöllur Orri Steinn Óskarsson á að baki tíu A-landsleiki og þrjú mörk en hann gekk til liðs við spænska stórliðið Real Sociedad í ágúst. — Morgunblaðið/Eggert

Þjóðadeildin

Bjarni Helgason

bjarnih@mbl.is

„Þetta verkefni leggst mjög vel í mig og ég hlakka mikið til,“ sagði Orri Steinn Óskarsson, framherji íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, í samtali við Morgunblaðið á Hilton-hótelinu í Reykjavík í gær.

Ísland mætir Wales og Tyrklandi í 4. riðli B-deildar Þjóðadeildar karla á Laugardalsvelli en leikurinn gegn Wales er á föstudaginn, 11. október, og leikurinn gegn Tyrklandi fer fram mánudaginn 14. október.

„Þetta verða skemmtilegir leikir gegn tveimur góðum liðum. Báðir leikirnir eru auðvitað á Laugardalsvelli og það er alltaf skemmtilegast að spila á þeim velli þannig að ég og við erum allir fullir tilhlökkunar. Ég hef alltaf sagt það að þegar við spilum

...