Stjórn Eikar fasteignafélags telur tilboðsverð Langasjávar vera of lágt.
Stjórn Eikar fasteignafélags telur tilboðsverð Langasjávar vera of lágt. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Eik er berskjaldaðri en önnur fasteignafélög gagnvart vannýtingu og töpuðum kröfum vegna samsetningar leigutaka. Þetta kemur fram í kynningu sem Arion banki tók saman í tengslum við yfirtökutilboð og birt er á síðu bankans.

Þann 20. september síðastliðinn lagði Langisjór fram yfirtökutilboð í Eik fasteignafélag. Tilboðið hljóðaði upp á 11,0 krónur á hlut í reiðufé. Gildistími tilboðsins er til 18. október næstkomandi.

Í kynningu Langasjávar til hluthafa Eikar kemur fram að það sé mat þeirra að mikil vannýting og tapaðar kröfur vegna samsetningar leigutaka veiki Eik miðað við önnur fasteignafélög.

ViðskiptaMogginn fjallaði um það á dögunum að tilboðið væri að líkindum nokkuð lágt enda hefur komið á daginn að gengi bréfa Eikar eru nú töluvert yfir tilboðinu eða um 12,7 kr. á hlut miðað við

...