Lífeyrissjóðirnir gætu varla fjárfest mikið hraðar erlendis án þess að valda töluverðu álagi á gjaldeyrismarkaði, sem er of grunnur til að geta brugðist við snarpri hreyfingu sjóðanna í þessa veru.
„Lífeyrissjóðirnir eru stórir í samhengi við innlenda hagkerfið og nauðsynlegt að þeir séu nægilega margir til að skoðanaskipti á markaði geti farið fram,“ segir Arne Vagn um hvað gæti verið æskilegur fjöldi lífeyrissjóða.
„Lífeyrissjóðirnir eru stórir í samhengi við innlenda hagkerfið og nauðsynlegt að þeir séu nægilega margir til að skoðanaskipti á markaði geti farið fram,“ segir Arne Vagn um hvað gæti verið æskilegur fjöldi lífeyrissjóða. — Morgunblaðið/Eggert

Þegar íslenska lífeyrissjóðakerfið berst í tal kemur iðulega í ljós að fólk hefur fjölbreyttar og sterkar skoðanir á því hvernig sjóðirnir eiga að starfa og fjárfesta. Reglulega spinnast umræður um kosti og galla íslenska kerfisins og oft leggja málsmetandi aðilar það til að nota eigi eignir lífeyrissjóðanna til að leysa úr alls kyns vandamálum sem atvinnulífið og hið opinbera standa frammi fyrir þá stundina.

Arne Vagn Olsen er forstöðumaður eignastýringar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna (LV), en sjóðurinn þykir einn áhrifamesti fjárfestirinn í íslensku efnahagslífi og er annar tveggja stærstu lífeyrissjóða landsins ásamt LSR. Eignasafn LV nam tæpum 1.300 milljörðum króna í árslok 2023 og á sjóðurinn að jafnaði um 10% hlut í flestum skráðum innlendum félögum.

Arne Vagn segir að þó hafa megi ýmsar skoðanir á starfsemi lífeyrissjóðanna þá sé það reyndin

...