Fjölgun starfandi hjá hinu opinbera hefur verið mest hjá sveitarfélögum. Þar fjölgar langmest í opinberri stjórnsýslu en einnig mikið í innan heilbrigðis- og félagsþjónustu.

Þetta kemur fram í minnisblaði sem tekið var fyrir á ríkisstjórnarfundi í síðustu viku. Forsætisráðuneytið óskaði eftir sérvinnslu frá Hagstofu Íslands á gögnum um starfandi þar sem opinber gögn þóttu ekki skýra þróunina fyllilega. Með vinnslunni eru gögnin sundurliðuð eftir rekstrarformi og atvinnugreinum.

Tilefni athugunar forsætisráðuneytisins er mikil umræða að undanförnu um mun á fjölgun starfandi hjá hinu opinbera og á almennum markaði. Samkvæmt sérvinnslu Hagstofunnar hafði opinberum starfsmönnum fjölgað um 3-9% milli ára í júlí, eftir því hvaða rekstrarform er skoðað, á meðan almenni markaðurinn hefur dregið saman seglin og fjölgun verið lítil sem engin, eða 0,2%.

...