Fyrir utan að kjósa Svandísi Svavarsdóttur sem nýjan formann voru samstarfsflokkunum og þá einkum Sjálfstæðisflokknum sendar kaldar kveðjur í ályktunum.
Óli Björn Kárason
Óli Björn Kárason

Óli Björn Kárason

Svandís Svavarsdóttir nýr formaður Vinstri grænna er að misskilja eigin stöðu og flokks síns í samstarfi við Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn. Vinstri grænum var ekki afhent einhliða neitunarvald í ríkisstjórn. Heimild til þingrofs er heldur ekki í höndum Svandísar þótt hún hafi stigið fram og boðað til kosninga áður en kjörtímabilinu er lokið.

Það þarf ekki að fara eins og köttur í kringum heitan graut. Vinstri grænir undir forystu eins reyndasta og, að því er ég hélt, eins klókasta stjórnmálamanns samtímans hafa í raun bundið enda á stjórnarsamstarfið. Ég efast ekki um að Vinstri grænir trúi því og treysti að samstarfsflokkarnir í ríkisstjórn láti það yfir sig ganga að minnsti flokkurinn taki þingrofsheimildina af forsætisráðherra og setji samráðherrum sínum stólinn fyrir dyrnar í

...

Höfundur: Óli Björn Kárason