Joe Biden Bandaríkjaforseti mun á morgun ferðast til Þýskalands í þeim tilgangi að funda með Olaf Scholz Þýskalandskanslara, Emmanuel Macron Frakklandsforseta og Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands
Vald Joe Biden Bandaríkjaforseti gengur í átt að embættisþyrlu sinni á Andrews-herflugvelli í Maryland. Hann er væntanlegur til Evrópu.
Vald Joe Biden Bandaríkjaforseti gengur í átt að embættisþyrlu sinni á Andrews-herflugvelli í Maryland. Hann er væntanlegur til Evrópu. — AFP/Mandel Ngan

Kristján H. Johannessen

khj@mbl.is

Joe Biden Bandaríkjaforseti mun á morgun ferðast til Þýskalands í þeim tilgangi að funda með Olaf Scholz Þýskalandskanslara, Emmanuel Macron Frakklandsforseta og Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands. Fundarefni verður sú alvarlega öryggisógn sem nú er uppi í Mið-Austurlöndum og innrásarstríð Rússlands í Úkraínu. Verður fundurinn haldinn á laugardag.

Gert er ráð fyrir að leiðtogarnir haldi á Ramstein-herflugvöll Bandaríkjanna að fundi loknum. Þar verður áframhaldandi stuðningur Vesturlanda við Úkraínu til umræðu og er búist við að Volodimír Selenskí Úkraínuforseti taki einnig þátt í samtalinu. Fleiri Evrópuleiðtogar munu sækja Ramstein-fundinn. Fréttaveita AFP hefur heimildir fyrir því að um 50 leiðtogar mæti. Bandaríkjaforseti og Þýskalandsforseti, Frank-Walter Steinmeier, munu

...