Staðan kom upp í efstu deild fyrri hluta Íslandsmóts skákfélaga sem lauk sl. sunnudag í Rimaskóla. Stórmeistarinn Bragi Þorfinnsson (2.379), sem teflir fyrir Fjölni, hafði svart gegn Bárði Erni Birkissyni (2.272)
Svartur á leik.
Svartur á leik.

Staðan kom upp í efstu deild fyrri hluta Íslandsmóts skákfélaga sem lauk sl. sunnudag í Rimaskóla. Stórmeistarinn Bragi Þorfinnsson (2.379), sem teflir fyrir Fjölni, hafði svart gegn Bárði Erni Birkissyni (2.272). 48. … Hc1+! 49. Kb5 Hxc5+! 50. Kxc5 Be7+ 51. Kc6 Bxa3 52. Ha4 Bd6 53. Hg4 Kh6 og hvítur gafst upp. Að loknum fimm umferðum af tíu í efstu deild er staðan eftirfarandi: 1. Skákdeild Fjölnis 10 stig af 10 mögulegum. 2. Taflfélag Reykjavíkur, 7 stig. 3. Skákdeild KR 6 stig. 4. Skákdeild Breiðablik 5 stig. 5. Taflfélag Vestmannaeyja 2 stig. 6. Taflfélag Garðabæjar 0 stig. Í næstefstu deild (1. deild) leiða a-sveitir Víkingaklúbbsins og Skákfélags Akureyrar með fullt hús stiga, 8 stig af 8 mögulegum. Í þriðju efstu deild (2. deild) leiða b-sveit Fjölnis og c-sveit Taflfélags Reykjavíkur með 7 stig.