Grindavík vann góðan sigur á Val, 67:61, þegar liðin áttust við í annarri umferð úrvalsdeildar kvenna í körfuknattleik í Smáranum í Kópavogi í gærkvöldi. Var um fyrsta sigur Grindvíkinga að ræða á tímabilinu
Smárinn Alexis Morris og Ásta Júlía Grímsdóttir eigast við í leik Grindavíkur og Vals í Smáranum í gærkvöldi. Katarzyna Trzeciak er reiðubúin.
Smárinn Alexis Morris og Ásta Júlía Grímsdóttir eigast við í leik Grindavíkur og Vals í Smáranum í gærkvöldi. Katarzyna Trzeciak er reiðubúin. — Morgunblaðið/Eyþór Árnason

Körfuboltinn

Gunnar Egill Daníelsson

gunnaregill@mbl.is

Grindavík vann góðan sigur á Val, 67:61, þegar liðin áttust við í annarri umferð úrvalsdeildar kvenna í körfuknattleik í Smáranum í Kópavogi í gærkvöldi. Var um fyrsta sigur Grindvíkinga að ræða á tímabilinu.

Sterkur varnarleikur var í forgrunni hjá báðum liðum eins og sjá má á lokatölunum en Grindvíkingar reyndust sterkari undir lokin.

Grindvíkingar byrjuðu af krafti og leiddu með átta stigum, 21:13, að loknum fyrsta leikhluta. Í öðrum leikhluta vann Valur sig ögn betur inn í leikinn en Grindavík var enn með forystu, 34:29, í hálfleik.

Í síðari hálfleik hélt Grindavík ágætis dampi og var sjö stigum yfir, 52:45, að loknum

...