Nei, það er ekki búið að færa bolludaginn fram í október, en Sigurður Már Guðjónsson, bakara- og konditormeistari í Bernhöftsbakaríi, segir Íslendinga kunna vel að meta rjómabollur allan ársins hring
Rjómabollur Örtröð er í bakaríum landsins á bolludaginn og nú um helgar.
Rjómabollur Örtröð er í bakaríum landsins á bolludaginn og nú um helgar. — Morgunblaðið/Karítas

Dóra Ósk Halldórsdóttir

doraosk@mbl.is

Nei, það er ekki búið að færa bolludaginn fram í október, en Sigurður Már Guðjónsson, bakara- og konditormeistari í Bernhöftsbakaríi, segir Íslendinga kunna vel að meta rjómabollur allan ársins hring. „Íslendingar eru allir vitlausir í rjómabollur,“ segir hann. Hann segir að eftir að hann auglýsti vatnsdeigsrjómabollur til sölu um helgar í Morgunblaðinu hafi verið vitlaust að gera í bakarínu hjá sér um helgar, þótt hann hafi ekki gengið svo langt að selja bolluvendi með.

„Ég hef prófað að gera þetta

...