— Morgunblaðið/Hákon

Undirbúningur fyrir jólin er hafinn í IKEA rétt eins og hann gerir á hverju ári um þetta leyti. Geitinni var komið fyrir á sínum stað fyrir utan verslunina í gær.

„Hún er orðin algjör drottning og er komin til að vera,“ segir Guðný Camilla Aradóttir verslunarstjóri IKEA. Geitin er vel vöktuð að sögn Guðnýjar en brennuvargar hafa ítrekað reynt að kveikja í henni. Ekki hefur tekist að kveikja í henni síðan 2016.

Guðný segir jólaandann kominn yfir starfsfólkið og mikil stemning sé í fyrirtækinu.

...