Fjölskyldan Ívar og Ragnheiður ásamt börnum og mökum þeirra síðastliðið sumar.
Fjölskyldan Ívar og Ragnheiður ásamt börnum og mökum þeirra síðastliðið sumar.

Ívar Valgarðsson er fæddur 9. október 1954 á Akranesi. Fjölskyldan fluttist þaðan til Reykjavíkur að Eskihlíð 20 árið 1961. Þar byrjaði hann skólagöngu í Hlíðaskóla við Hamrahlíð.

„Mörg sumur í æsku dvaldi ég hjá móðurömmu og -afa sem þá bjuggu í Stykkishólmi. Þau áttu eyju á Breiðafirði sem heitir Arney. Afi átti lítinn trébát sem hann notaði til ferða á milli lands og eyja. Þangað var farið á sumrin og dvalið í nokkrar vikur í senn við að hirða dún og egg af æðarfuglinum, veiða lunda og sel. Aðstæður voru allar frumstæðar, ekkert rafmagn og kynt með kabyssu. Allt þetta og nálægðin við stórbrotið umhverfið hafði varanleg og djúp áhrif.“

Ívar tók inntökupróf í Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1971 og hóf þar nám. Í skólanum kynntist hann fyrri maka sínum, Jóhönnu Kristínu Yngvadóttur Hraunfjörð. Þau bjuggu fyrst í Hafnarfirði

...