” Endanlega er það stjórnmálamanna að ákveða hvaða leiðir verða farnar til að leysa innviðaskuldina. Er pólitískur vilji til að vanda til verka í þessum efnum?
Magnús Árni Skúlason
Magnús Árni Skúlason

Opinberar framkvæmdir

Magnús Árni Skúlason

framkvæmastjóri Reykjavik Economics

Íslenskt samfélag hefur átt við vaxtarverki að stríða. Fólksfjölgun, fjölgun ferðamanna og uppbygging nýrra atvinnuvega hefur skapað álag á alla innviði landsins.

Innviðir eru ekki einungis brýr, vegir og jarðgöng. Aðrir innviðir eru oft ósýnilegir en þar mætti nefna stafræna innviði, veitukerfi o.fl.

Reykjavík Economics vann nýlega, í samvinnu við Íslandsbanka, skýrslu um innviði og samvinnuverkefni sem ekki hefur verið birt. Tilefni verkefnisins var lög um samvinnuverkefni og tillaga fyrrverandi innviðaráðherra um 909 milljarða uppbyggingu samgönguinnviða á fimmtán ára tímabili.

...