Hin árlega tendrun Friðarsúlunnar er í dag, 9. október, og er þetta í 18. sinn sem hún er tendruð á afmælisdegi John Lennon.
Eiríkur Björn Björgvinsson
Eiríkur Björn Björgvinsson

Eiríkur Björn Björgvinsson

Með verki sínu beinir listakonan Yoko Ono ljósi friðarins að Reykjavík og vekur athygli á mikilvægi friðar og mannréttinda í heiminum.

Friðarsúlan „Imagine Peace Tower“ er einstakt útilistaverk eftir Yoko Ono sem var reist í Viðey árið 2007. Það var ósk hennar að súlan risi í Reykjavík, þar sem Ísland er friðsamt, herlaust land, mitt á milli Norður-Ameríku og Evrópu. Verkið er sterkt kennileiti í borginni og þörf áminning til okkar allra um að halda á lofti hugsjónum friðar, sérstaklega nú þegar stríð geisa víða um veröldina. Yoko Ono skapaði Friðarsúluna til að halda á lofti þeim friðarboðskap sem hún og eiginmaður hennar John Lennon héldu á lofti og tileinkaði honum verkið sem logar frá fæðingardegi hans til dánardægurs þann 8. desember. Árlega er kveikt á Friðarsúlunni með friðsælli athöfn og

...