Fleiri og fleiri leita til Neytendasamtakanna vegna neytendalána.
Fleiri og fleiri leita til Neytendasamtakanna vegna neytendalána. — Morgunblaðið/Ómar

Athygli vekur að verslanirnar Hagkaup og Nettó bjóða viðskiptavinum sínum með áberandi hætti að greiða með Netgíró á sjálfsafgreiðslukössum. Þannig getur fólk til dæmis dreift matarinnkaupunum með auðveldum og aðgengilegum hætti.

Gunnar Egill Sigurðsson forstjóri Samkaupa, sem reka Nettó, segir að hlutfall Netgíró í versluninni hafi aukist jafnt og þétt á síðustu árum og sé nú um 2,5%. „Það er spurning hvort fjárhagur heimilanna í því umhverfi sem við erum í nú sé ekki að skýra þetta að hluta,“ veltir Gunnar fyrir sér.

Sigurður Reynaldsson framkvæmdastjóri Hagkaupa segir í skriflegu svari til ViðskiptaMoggans að litið sé á Netgíró sem þjónustu við ákveðinn hóp viðskiptavina sem kjósi að nota þessa tegund greiðslumáta. „Í stóru myndinni er þetta samt mjög lítill hluti,“ segir Sigurður.

Hann segir

...