Fráfall George Baldock lék með ÍBV í úrvalsdeildinni sumarið 2012.
Fráfall George Baldock lék með ÍBV í úrvalsdeildinni sumarið 2012. — Morgunblaðið/Golli

Gríski knattspyrnumaðurinn George Baldock drukknaði í sundlaug íbúðar sinnar í Aþenu á miðvikudagskvöld. Fjölskylda Baldocks tilkynnti um dánarorsökina í gær en vonast er til að krufning varpi betra ljósi á hvernig það atvikaðist að hann drukknaði. Baldock, sem fæddist og ólst upp á Englandi, var aðeins 31 árs þegar hann lést. Baldock lék síðast með Panathinaikos þar sem Sverrir Ingi Ingason og Hörður B. Magnússon voru liðsfélagar hans.