Friðrik X. Danakonungur sæmdi 25 Íslendinga og einn Færeying heiðursorðum í opinberri heimsókn forseta Íslands til Danmerkur í vikunni. Halla Tómasdóttir fékk fílsorðuna svonefndu, æðstu heiðursorðu Danakonungs, og Björn Skúlason fékk stórkross dannebrogsorðunnar
Orður Halla kemur í hátíðarkvöldverðinn, með fílsorðuna á ljósbláum borða, Björn á bak við hana með stórkross dannebrogsorðunnar.
Orður Halla kemur í hátíðarkvöldverðinn, með fílsorðuna á ljósbláum borða, Björn á bak við hana með stórkross dannebrogsorðunnar. — Ritzau Scanpix/Bo Amstrup

Björn Jóhann Björnsson

bjb@mbl.is

Friðrik X. Danakonungur sæmdi 25 Íslendinga og einn Færeying heiðursorðum í opinberri heimsókn forseta Íslands til Danmerkur í vikunni. Halla Tómasdóttir fékk fílsorðuna svonefndu, æðstu heiðursorðu Danakonungs, og Björn Skúlason fékk stórkross dannebrogsorðunnar.

Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær fengu 24 danskir stjórnmála- og embættismenn fálkaorðuna í tilefni heimsóknarinnar. Hefð er fyrir gagnkvæmum skiptum á orðum í heimsóknum

...