— Morgunblaðið/Eggert

Íbúar á höfuðborgarsvæðinu vöknuðu upp við fyrsta snjó vetrarins í gærmorgun. Í efri byggðum þurftu margir að skafa af bílum og stíga varlega til jarðar en seint verður þó sagt að Vetur konungur hafi gert mikið meira en að minna á sig. Í dag er búist við stöku éljum um landið norðanvert en annars verður bjart að mestu. Líkur eru á að hálka verði fyrir norðan. Annars staðar verður hiti nálægt frostmarki.