Leikur íslenska liðsins var eins og svart og hvítt frá fyrri til síðari hálfleiks gegn Wales í gærkvöld.

Fyrri hálfleikurinn var alls ekki alslæmur en slakur varnarleikur færði Walesbúum tvö mörk á fyrsta hálftímanum. Tvö afskaplega svipuð mörk þar sem Harry Wilson stakk sér auðveldlega inn fyrir miðja vörnina.

Í seinni hálfleik var eins og allt annað lið kæmi til leiks með varamennina Loga og Mikael Egil kraftmikla og allt liðið var í góðum takti frá fyrstu mínútu. Pressaði Walesbúana óvægið og skapaði sér hvert færið á fætur öðru strax á fyrstu tíu mínútunum og mótherjarnir komust ekki yfir miðju langtímum saman.

Logi Tómasson sýndi hvers vegna hann hefur vakið mikla athygli í norska fótboltanum í ár. Hann skapaði hættu hvað eftir annað með sprettum sínum upp vinstri kantinn og gerði það sem sóknarmönnunum tókst ekki þrátt fyrir mörg færi – að skora tvö mörk. Það seinna telst sjálfsmark en það skiptir ekki máli.

Jón Dagur var stöðugt ógnandi

...