Það er ekki boðlegt að borginni sé stýrt þvert á hagsmuni og þægindi þorra borgarbúa

Um árabil hafa stjórnvöld í Reykjavík fylgt þeirri stefnu að torvelda fólki að komast leiðar sinnar í bíl um borgina. Markmiðið er að draga úr umferð bíla og fækka bílum á götum borgarinnar. Þrátt fyrir amann af þessari stefnu hefur fólk ekki látið segjast. Þvert á móti þyngist umferðin.

Í gær birtist frétt í Morgunblaðinu þar sem kom fram að í september hefði verið slegið umferðarmet á höfuðborgarsvæðinu. Aldrei hefur mælst jafn mikil umferð á einum mánuði. Vegagerðin er með mælisnið og fóru 190 þúsund ökutæki um það á hverjum degi í mánuðinum. Þetta eru mælingar sem hófust árið 2005. Í fréttinni kom fram að útlit væri fyrir að umferð myndi aukast um rúmlega þrjá af hundraði á höfuðborgarsvæðinu á þessu ári.

Einhverjir baráttumenn fyrir minni bílanotkun hafa haldið því fram að tilgangslaust sé að bæta við akreinum eða leggja nýja

...