Hún er 55 ára gömul þriggja barna móðir og á sjö barnabörn sem hún hittir reglulega, til dæmis í sundlaugum bæjarins. Venjulegur dagur í lífi hennar er þó töluvert frábrugðinn degi hinnar dæmigerðu móður og ömmu á sextugsaldri á Íslandi
Von Inni á milli segist hún finna fyrir voninni. Að tekið verði tillit til þess að hún eigi barnabörn og hún fái íbúð.
Von Inni á milli segist hún finna fyrir voninni. Að tekið verði tillit til þess að hún eigi barnabörn og hún fái íbúð. — Morgunblaðið/Eggert

Viðtal

Ólafur Pálsson

olafur@mbl.is

Hún er 55 ára gömul þriggja barna móðir og á sjö barnabörn sem hún hittir reglulega, til dæmis í sundlaugum bæjarins. Venjulegur dagur í lífi hennar er þó töluvert frábrugðinn degi hinnar dæmigerðu móður og ömmu á sextugsaldri á Íslandi.

Hún er heimilislaus og hefur verið það síðustu fjögur ár.

„Þetta bara tekur einhvern veginn frá manni alla orkuna. Þessi rútína að kastast út í hvaða veðri sem er. Koma hingað og kastast til baka og maður hefur einhvern veginn ekki tíma í svo mikið annað. Að þurfa að bera aleiguna á bakinu – ég er virkilega þreytt á því. Þetta er bara full vinna.“

Blaðamaður settist niður með henni

...