Svandís hafði setið í embætti formanns VG í slétta viku þegar Bjarni sleit samstarfinu.
Bergvin Oddsson
Bergvin Oddsson

Bergvin Oddsson

Fyrir áhugamanninn um íslensk stjórnmál og stjórnmálafræðinginn er gaman að vera til þegar þingrof og stjórnarslit verða að veruleika. Spá í spilin hvort Bjarni lifi þetta af og hverjir verði á listum hvar, hverjir detti út af þingi o.s.frv.

Það vekur athygli mína að Svandís Svavarsdóttir hafði setið í embætti formanns VG í slétta viku þegar Bjarni sleit stjórnarsamstarfinu. Að mínu mati er það afrek að klúðra sjö ára ríkisstjórnarsamstarfi á innan við 170 klukkustundum.

Í Silfrinu á mánudagskvöld sagði innviðaráðherrann Svandís að mikilvægt væri að vera með handfang þegar kæmi að húsnæðismálum. Þessi ágæti ráðherra hefur haft mörg ár til að beita sér í húsnæðismálunum og árangurinn er eftir því.

Líkkistuhandfang

...