Norðmaðurinn Åge Fridtjof Hareide, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, og Haraldur Sturlaugsson, fyrrverandi forstjóri útgerðarfyrirtækis Haraldar Böðvarssonar á Akranesi, hittust á ný á Skaganum fyrir helgi eftir að hafa kynnst fyrir 32 árum,…
Á Akranesi Åge Hareide og Haraldur Sturlaugsson með mynd af Höfrungi III AK 250, fyrsta frystitogara HB, sem kom til landsins 15. febrúar 1992.
Á Akranesi Åge Hareide og Haraldur Sturlaugsson með mynd af Höfrungi III AK 250, fyrsta frystitogara HB, sem kom til landsins 15. febrúar 1992.

Steinþór Guðbjartsson

steinthor@mbl.is

Norðmaðurinn Åge Fridtjof Hareide, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, og Haraldur Sturlaugsson, fyrrverandi forstjóri útgerðarfyrirtækis Haraldar Böðvarssonar á Akranesi, hittust á ný á Skaganum fyrir helgi eftir að hafa kynnst fyrir 32 árum, en þar áttu þeir ánægjuleg viðskipti, þegar Åge, fyrir hönd norska bankans DNB (Den Norske Bank), veitti HB ákveðna fyrirgreiðslu í formi láns, sem ekki fékkst á Íslandi, í tengslum við kaup á frystitogara 1992. „Það var gaman að fá hann óvænt aftur í heimsókn til okkar Ingibjargar,“ segir Haraldur.

„Landsleikur“ á Ísafirði

Åge er frá Hareidlandet, lítilli eyju suður af Álasundi og Molde. Faðir hans var sjómaður og sótti oft á veiðislóð við Nýfundnaland, Grænland og

...