Tveir af færustu píanóleikurum samtímans, Víkingur Heiðar Ólafsson og hin kínverska Yuja Wang, koma saman í Eldborg Hörpu á sunnudagskvöld, 20. október, kl. 20. Þar munu þau leika ýmis verk fyrir tvo píanista, bæði fjórhent og á tvo flygla
Yuja Wang „Hún er ein mesta stórstjarna klassíska tónlistarheimsins,“ segir Víkingur um píanóleikarann.
Yuja Wang „Hún er ein mesta stórstjarna klassíska tónlistarheimsins,“ segir Víkingur um píanóleikarann. — Ljósmynd/Ian Douglas

Ragnheiður Birgisdóttir

ragnheidurb@mbl.is

Tveir af færustu píanóleikurum samtímans, Víkingur Heiðar Ólafsson og hin kínverska Yuja Wang, koma saman í Eldborg Hörpu á sunnudagskvöld, 20. október, kl. 20. Þar munu þau leika ýmis verk fyrir tvo píanista, bæði fjórhent og á tvo flygla. Aukatónleikum hefur verið bætt við daginn eftir, mánudaginn 21. október, og enn má fá miða á þá tónleika.

Víkingur segir að hugmyndin hafi orðið til fyrir þremur árum yfir kvöldverði eftir tónleika Wang í Riga í Lettlandi en Víkingur átti að halda tónleika þar daginn eftir. „Þetta var eiginlega hennar hugmynd, að við myndum gera svona tveggja flygla túr,“ segir hann.

„Ég hef lengi verið mikill aðdáandi Yuju og komst svo að því að það

...