„Listasafnið sá um valið á verkunum sem verða til sýnis. Það hentaði mér vel því ég hefði ekki getað valið þetta sjálfur. Ég var í skráningarstarfi allan febrúar og tók ljósmyndir af öllum verkunum sem eru hér á vinnustofunni og skráði stærðir og ártöl
Usli „Mér líður svona eins og ég sé búinn að vera að halda barnaafmæli á hverjum degi í heilt ár,“ segir Hallgrímur.
Usli „Mér líður svona eins og ég sé búinn að vera að halda barnaafmæli á hverjum degi í heilt ár,“ segir Hallgrímur. — Morgunblaðið/Anton Brink

Viðtal

Anna Rún Frímannsdóttir

annarun@mbl.is

„Listasafnið sá um valið á verkunum sem verða til sýnis. Það hentaði mér vel því ég hefði ekki getað valið þetta sjálfur. Ég var í skráningarstarfi allan febrúar og tók ljósmyndir af öllum verkunum sem eru hér á vinnustofunni og skráði stærðir og ártöl. Ég sendi þeim svo listann, og líka yfir þau verk sem ég tel vera lykilverk sem og lista yfir verk í eigu safna eða úti í bæ hjá fólki,“ segir Hallgrímur Helgason inntur eftir því hvort erfitt hafi verið að velja verk fyrir yfirlitssýningu hans Usla sem verður opnuð á Kjarvalsstöðum á laugardaginn, hinn 19. október.

Segir á vef Listasafns Reykjavíkur að á sýningunni verði sjónum beint að höfundarverki myndlistarmannsins Hallgríms, sem sé raunar

...