Jón Jens Kristjánsson yrkir brag í léttum dúr um forsetaheimsóknina til Danmerkur: Þar sem Danmörk húkir heiðalág og Halla mælti á ensku blíðum róm þangað mætti Björn á brúnum skóm í bláum fötum, það tók margan á

Pétur Blöndal

p.blondal@gmail.com

Jón Jens Kristjánsson yrkir brag í léttum dúr um forsetaheimsóknina til Danmerkur:

Þar sem Danmörk húkir heiðalág

og Halla mælti á ensku blíðum róm

þangað mætti Björn á brúnum skóm

í bláum fötum, það tók margan á.

Og þar má finna skorpið skinn af kálf

með skrifi á og talið fengur ráns

sumt af þessu Lilja fékk til láns

til landsins, þó við eigum ritin sjálf.

Sólveig Björnsdóttir segist alltaf hafa verið svolítið langrækin:

Að heiðra Dani við höldum vökunni

þá

...