„Ég byrjaði um mitt árið 2023 að huga að annarri myndskreyttri vísnabók. Fór að huga að fyrirkomulaginu og ákvað að semja vísur um 24 fuglategundir í sex flokkum fugla sem finnast á Íslandi,“ segir Alfreð Guðmundsson, kennari á…
Höfundur Alfreð Guðmundsson hefur gefið út aðra vísnabók.
Höfundur Alfreð Guðmundsson hefur gefið út aðra vísnabók.

„Ég byrjaði um mitt árið 2023 að huga að annarri myndskreyttri vísnabók. Fór að huga að fyrirkomulaginu og ákvað að semja vísur um 24 fuglategundir í sex flokkum fugla sem finnast á Íslandi,“ segir Alfreð Guðmundsson, kennari á Sauðárkróki, sem hefur sent frá sér vísnabókina Fuglar á Fróni, með myndskreytingum franska listamannsins Jérémys Paillers.

Fyrri myndskreytta bók Alfreðs, Dýrin á Fróni, kom út árið 2022, með vísum um nokkur algeng íslensk dýr, einnig myndskreytt af Jérémy Pailler. Alfreð gaf þá bók út sjálfur en fékk Bókaútgáfuna Hóla til liðs við sig að þessu sinni.

„Ég ákvað að leita að útgefanda til þess að sjá um útgáfu á bókinni. Það var Bókaútgáfan Hólar sem tók það að sér. Það reyndist mikið lán fyrir mig, því þar fékk ég góðan stuðning og faglegar ábendingar, fyrir utan það að

...