Skáldsaga Skrípið ★★★★· Eftir Ófeig Sigurðsson. Mál og menning, 2024. Innb., 185 bls.
Höfundurinn „Texti Ófeigs Sigurðssonar er glæsilegur,“ segir gagnrýnandi og líkir honum við Þórberg Þórðarson.
Höfundurinn „Texti Ófeigs Sigurðssonar er glæsilegur,“ segir gagnrýnandi og líkir honum við Þórberg Þórðarson. — Ljósmynd/Gassi

Bækur

Kristján Jóhann

Jónsson

Á bókarkápu skáldsögunnar Skrípið eftir Ófeig Sigurðsson stendur að í þessari sögu sé „tekist á við samtímann með tregablöndnu gríni“. Þar sýnist mér að höfundur bókarkáputextans hafi hitt í liðinn. Sumir tala um að hitta naglann á höfuðið sem er ágætt líka en ég veit svo sem ekki hvar annars staðar ætti að hitta nagla ef út í það er farið. Samleikur trega og gríns er líklega bæði styrkleiki og veikleiki þessarar bókar. Ég segi líklega því miklu máli skiptir hver les. Hin grátbroslega orðræða tragikómedíunnar lætur ekki að sér hæða. Hún hefur „tungur tvær og talar sitt með hvorri“, eins og þar stendur.

Frásögnin hverfist að mestu leyti kringum ansi sérkennilega tónleika sem haldnir eru

...