Meðal þónokkurra orðasambanda sem stundum er ruglað saman er það styttist í e-ð og það styttist í e-u. Hið fyrra þýðir að e-ð nálgast, e-ð færist nær: „Þegar fæðingarhátíð frelsarans lýkur styttist í að það komi að skuldadögum.“ Hið…

Meðal þónokkurra orðasambanda sem stundum er ruglað saman er það styttist í e-ð og það styttist í e-u. Hið fyrra þýðir að e-ð nálgast, e-ð færist nær: „Þegar fæðingarhátíð frelsarans lýkur styttist í að það komi að skuldadögum.“ Hið síðara aftur að e-u er bráðum lokið: „Eftir fyrsta sumardag styttist í vetrinum.“