Níu eldgos á þremur árum, hættuástand og björgunaraðgerðir, flóttinn úr Grindavík, gerð varnarmannvirkja og sögur af fólki. Þetta er efni og inntak ljósmyndabókarinnar Reykjanes vaknar eftir Sigurð Ólaf Sigurðsson
Ljósmyndari Varðveita þarf söguna, segir Sigurður Ólafur, hér með bókina nýju, sem er rúmar 400 blaðsíður.
Ljósmyndari Varðveita þarf söguna, segir Sigurður Ólafur, hér með bókina nýju, sem er rúmar 400 blaðsíður. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

Níu eldgos á þremur árum, hættuástand og björgunaraðgerðir, flóttinn úr Grindavík, gerð varnarmannvirkja og sögur af fólki. Þetta er efni og inntak ljósmyndabókarinnar Reykjanes vaknar eftir Sigurð Ólaf Sigurðsson. Bókin kom út í síðustu viku og byggist á því að höfundurinn hefur í áraraðir verið ljósmyndari Slysavarnafélagsins Landsbjargar og er sem slíkur gjarnan á vettvangi aðgerða og verkefna sem liðsmenn félagsins sinna. Nauðsynlegt þykir að skrá söguna og að myndefni af helstu aðgerðum sé tiltækt og þannig hefur Sigurður safnað efni í sarpinn í framvindu atburða og umbrota á Suðurnesjum síðustu ár. Á tölvuna eru komnir tugir þúsunda ljósmynda úr atburðarás sem á sér enga hliðstæðu.

Aldrei teknar fleiri myndir

Bókin nýja sem er 416

...