Kristín Helgadóttir eða Didda eins og hún var kölluð innan fjölskyldunnar fæddist í Tröðum á Mýrum í Borgarfirði 22. janúar 1944. Hún lést á líknardeild LSH í Kópavogi 20. september 2024 eftir skammvinn veikindi.

Foreldrar hennar voru Katrín Guðmundsdóttir, f. 1918, d. 2015 og Helgi Gíslason, f. 1913, d. 1984. Föðurbróðir Kristínar, Hallbjörn Gíslason, f. 1923, d. 2007 bjó félagsbúi í Tröðum með Katrínu og Helga.

Systur Kristínar eru: Sigrún Helgadóttir, f. 1937, búsett í Danmörku, gift Hans Erik Larsen, d. 1987. Sonur þeirra er Halfdan, f. 1969. Sigurbjörg Helgadóttir f. 1950, gift Óskari Þór Óskarssyni, d. 2021. Dætur þeirra eru Katrín Helga, f. 1980 og Fanney Svala, f. 1981. Heiða Helgadóttir, f. 1952, gift Júlíusi Konráðssyni. Börn Heiðu eru Kristbjörg Sesselja Birgisdóttir, f. 1982 og Helgi Gísli Birgisson, f.

...