40 ára Axel ólst upp á Vopnafirði og hefur búið þar fyrir utan sjö ár þegar hann var við nám í Reykjavík, annars vegar í Véltækniskólanum og hins vegar í Háskólanum í Reykjavík.

Hann hefur unnið í störfum tengdum sjávarútvegsiðnaði mestalla tíð. „Það er fátt jafn spennandi og að vinna í þessum iðnaði enda er pressan og hraðinn sem allt þarf að gerast á eitthvað sem heldur manni við efnið.“

Axel varð áhugasamur um pólitík á yngri árum en hann tók nokkur ár í að hefja feril sinn þar. „Ég byrjaði að snúast aðeins í kringum sveitarstjórnarpólitíkina hérna á Vopnafirði með listanum Betra Sigtúni. Kjörtímabilið 2018-2021 fór ég fram með Framsókn og óháðum og svo aftur kjörtímabilið 2022-2026, nú sem oddviti listans. Það getur verið ótrúlega gefandi starf að vinna fyrir íbúa Vopnafjarðar og taka

...