Inga Sæland
Inga Sæland

Engin grunnstoð samfélagsins stendur styrkum fótum eftir hörmungarstjórnartíð fráfarandi ríkisstjórnar, sem hefur viðhaldið himinháum vöxtum sem eru að knésetja skuldsett heimili. Örbirgð og fátækt vex dag frá degi. Við erum vitni að einni mestu eignatilfærslu Íslandssögunnar frá milli- og lágtekjufólki til auðvaldsins. Fátækt fólk bíður eftir réttlætinu á meðan kvótakóngar og bankaelítan baða sig í himinháum arðgreiðslum.

Skortstefna á húsnæðismarkaði

Húsnæðisskortur einkennir mörg undangengin ár. Skortur sem er alfarið pólitísk ákvörðun og á ábyrgð fyrrverandi borgarstjóra Samfylkingar, Dags B. Eggertssonar, og fylgitungla. Skelfilegar eru afleiðingar þeirrar þéttingarstefnu sem rekin hefur verið í borginni. Afleiðingin er viðvarandi verðbólga, himinháir stýrivextir og okurvextir lánastofnana sem eru að sliga almenning. Faraldur sem hefur hellst yfir okkur öll hvort sem

...

Höfundur: Inga Sæland