Nauðsynlegt er að gera snjallsíma útlæga úr skólum borgarinnar. Þetta segir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins. Hún vill miðlægari stýringu á þáttum sem varða börn og ungmenni í skólum, á borð við snjallsímabann
Sími Morgunblaðið og mbl.is hafa fjallað ítarlega undanfarna mánuði um slæma stöðu grunnskólakerfisins. Snjallsímar virðast eiga hlut að máli.
Sími Morgunblaðið og mbl.is hafa fjallað ítarlega undanfarna mánuði um slæma stöðu grunnskólakerfisins. Snjallsímar virðast eiga hlut að máli. — Morgunblaðið/Hari

Hólmfríður María Ragnhildardóttir

hmr@mbl.is

Nauðsynlegt er að gera snjallsíma útlæga úr skólum borgarinnar. Þetta segir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins.

Hún vill miðlægari stýringu á þáttum sem varða börn og ungmenni í skólum, á borð við snjallsímabann.

„Eins mikið og ég vil að skólar hafi sjálfstæði þá finnst mér stundum nauðsynlegt að skóla- og frístundasvið, og borgarstjórn, sendi út mjög skýr tilmæli í málum eins og þessum þar sem við vitum að þetta er bara spurning um tíma,“ segir Kolbrún og

...