Kynslóðirnar virðast hafa afar ólíkar skoðanir á því hvort það sé sniðugt að nota reiðufé eða greiðslukort. Þetta kom vel í ljós í umræðu í morgunþættinum Ísland vaknar í vikunni. Einn hlustandi lýsti því hvernig hann og eiginkonan notuðu alltaf…
— Morgunblaðið/Eggert

Kynslóðirnar virðast hafa afar ólíkar skoðanir á því hvort það sé sniðugt að nota reiðufé eða greiðslukort. Þetta kom vel í ljós í umræðu í morgunþættinum Ísland vaknar í vikunni. Einn hlustandi lýsti því hvernig hann og eiginkonan notuðu alltaf seðla í vikuinnkaupin en þau eyddu um það bil 20 þúsund kr. á viku í innkaup. Um er að ræða umslagakerfi sem þykir ágæt sparnaðarleið. „Ég er Gen Z og ég nota kort,“ sagði ung stúlka, fædd eftir aldamót, sem hringdi inn. Hún viðurkenndi að hún myndi örugglega ekki kunna að telja peninga í afgreiðslustarfi. Nánar á K100.is