1943 Dátar í hinni konunglegu hersveit sáu að þessi orusta þar sem við náttúruöflin var að tefla var töpuð. Þannig er undanhaldinu frá herflugvellinum lýst
Suðurnes Minnisvarði um flugslysið var afhjúpaður 2018. Nú er þessi stöpull við Reykjanesbraut, þar sem vel sést til slysstaðarins í Fagradalsfjalli.
Suðurnes Minnisvarði um flugslysið var afhjúpaður 2018. Nú er þessi stöpull við Reykjanesbraut, þar sem vel sést til slysstaðarins í Fagradalsfjalli. — Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson

Sviðsljós

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

Í síðari heimsstyrjöldinni voru íslenskum fjölmiðlum margvíslegar skorður settar þegar kom að umfjöllun um erlend herlið á Íslandi og hvað gerðist í þeirra ranni. Veruleiki þess endurspeglast ágætlega í hugtakinu hernaðarleyndarmál – og því að oft er sagt að í stríðsrekstri sé sannleikurinn jafnan fyrsta fórnarlambið. Þeir sem í stríði standa þurfa að aka seglum eftir vindi og haga upplýsingagjöf þannig að slíkt gagnist sér – og geti verið krókur á móti bragði andstæðinganna.

Bretar gripu í tómt

Þann 10. maí 1940, daginn sem Ísland var hernumið, fór flokkur úr breska hernámsliðinu austur fyrir fjall í því skyni að ná yfirráðum á flugvellinum í Kaldaðarnesi í Flóa. Sá staður er lítið

...