Viðskiptaráð hefur frá upphafi verið mótfallið aðgerðum stjórnvalda í tengslum við kjarasamningagerð á almennum vinnumarkaði.
Gunnar Úlfarsson
Gunnar Úlfarsson

Gunnar Úlfarsson

Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknar, birti grein í Morgunblaðinu laugardaginn 12. október síðastliðinn þar sem hún gagnrýndi umsögn Viðskiptaráðs um fjárlagafrumvarp næsta árs. Ingibjörg sagði ráðið leggja þar til að „ríkið eigi að virða skuldbindingar sínar að vettugi og draga úr mikilvægum aðgerðum fyrir fólkið í landinu“. Sams konar gagnrýni barst frá tveimur fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar, þeim Vilhjálmi Birgissyni, formanni Verkalýðsfélags Akraness, og Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR.

Í umsögn okkar gagnrýndum við áform stjórnvalda um að reka ríkissjóð með 41 ma. kr. halla á næsta ári, en það yrði sjöunda ár hallarekstrar í röð. Við lögðum því þar fram níu hagræðingartillögur sem bæta afkomu ríkissjóðs um 47 ma. kr. og loka fjárlagagatinu. Fyrrgreind gagnrýni beindist fyrst og fremst að

...