„Við erum gífurlega stolt af því að fá að leggja okkar af mörkum til að styrkja félag eins og Ljósið, sem veitir þeim sem greinast með krabbamein mikilvæga endurhæfingu og stuðning,“ segir Helga Dís Jakobsdóttir, markaðs- og upplifunarstjóri Nettó,…
Söfnun Helga Dís Jakobsdóttir markaðsstjóri Nettó, Heiða Eiríksdóttir frá Ljósinu, Gunnur Líf Gunnarsdóttir frá Samkaupum og Sólveig Kolbrún Pálsdóttir markaðsstjóri Ljóssins.
Söfnun Helga Dís Jakobsdóttir markaðsstjóri Nettó, Heiða Eiríksdóttir frá Ljósinu, Gunnur Líf Gunnarsdóttir frá Samkaupum og Sólveig Kolbrún Pálsdóttir markaðsstjóri Ljóssins.

„Við erum gífurlega stolt af því að fá að leggja okkar af mörkum til að styrkja félag eins og Ljósið, sem veitir þeim sem greinast með krabbamein mikilvæga endurhæfingu og stuðning,“ segir Helga Dís Jakobsdóttir, markaðs- og upplifunarstjóri Nettó, en verslanakeðjan var í sumar í annað sinn í samstarfi við Ljósið undir heitinu „Kveikjum Ljósið í júlí“. Söfnunin gekk vonum framar og söfnuðust sjö milljónir, en í fyrra söfnuðust fimm milljónir.

Myndlistarkonan Unnur Stella Níelsdóttir, eigandi Start Studio, hannaði listaverkið Skína fyrir átakið, en verkið prýddi sundtösku sem seld var í Nettó, en auk þess var selt sérhannað Jenga-spil. Þá seldi Nettó klósettpappír og safa.

„Fyrir miðstöð eins og Ljósið sem reiðir sig að stórum hluta á stuðning þjóðarinnar er verkefni eins og þetta ómetanlegt,“ segir Sólveig Kolbrún Pálsdóttir markaðsstjóri Ljóssins og segist þakklát öllum sem komu að verkefninu og studdu starfsemi Ljóssins.