Kosningar Stefán Snær rýnir í stöðuna vestanhafs í nýjasta þætti Dagmála.
Kosningar Stefán Snær rýnir í stöðuna vestanhafs í nýjasta þætti Dagmála.

Áfram er allt hnífjafnt í forsetakosningunum í Bandaríkjunum en þróunin að undanförnu bendir til þess að Donald Trump forsetaframbjóðandi repúblikana sé að styrkja stöðu sína. Fylgismunurinn er þó innan skekkjumarka.

Þetta segir Stefán Snær Ágústsson, fyrrverandi starfsnemi á Bandaríkjaþingi fyrir Demókrataflokkinn, í nýjasta þætti Dagmála.

„Það er erfitt að segja að einhver sé með forskot, það fer eftir því hvaða skoðanakannanir þú ert að lesa. Í raun er þetta bara alveg jafnt,“ segir Stefán.

Hann tekur þó fram að skoðanakannanir að undanförnu í helstu sveifluríkjum bendi til þess að Trump sé að auka fylgi sitt. Fylgismunurinn á honum og Kamölu Harris forsetaframbjóðanda demókrata sé samt aðeins innan við eitt prósentustig.

...