Æ fleiri Evrópuríki reyna að ná tökum á landamærunum. Ísland getur ekki verið undanskilið

Fundur leiðtogaráðs Evrópusambandsins (ESB) hefst í Brussel
í dag. Á dagskrá eru ýmis brýn viðfangsefni svo sem stríðið í Úkraínu, ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs og eilífðarmál samkeppnishæfni sambandsins.

Ekkert af þessu verður þó rætt til neinnar hlítar, því viðbúið er að útlendingamál Evrópusambandsins ryðji dagskrána. Ástandið enda víða orðið illviðráðanlegt; bæði vegna ólöglegra innflytjenda og tilefnislausrar hælisleitar. Í fyrra sótti 1,1 milljón manna um hæli í ESB.

Um lausnirnar ríkir enginn einhugur í Evrópu og valdaöfl í Brussel með sína skoðun. Þrátt fyrir að ekki sé liðið hálft ár frá því að ESB kom sér loks eftir fjögurra ára karp saman um nýtt regluverk varðandi hælisleitendur er sterkt ákall um mun afdráttarlausari aðgerðir.

Þar á meðal eru tillögur um

...