Kannski eru þessi ljóð tilraun mín til að færa saman skilning kynslóða, með því að stefna saman einhverju sem við erum vön og öðru sem við þekkjum ekki. Þarna sprettur fram alls konar fólk í ólíkustu aðstæðum í látlausum flaumi tímans, Íslendingar…
Sigurbjörg „Í íslenskunni eru margir möguleikar, margt býr í málinu sjálfu sem ég vil ekki að tapist eða gleymist.“
Sigurbjörg „Í íslenskunni eru margir möguleikar, margt býr í málinu sjálfu sem ég vil ekki að tapist eða gleymist.“ — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Kristín Heiða Kristinsdóttir

khk@mbl.is

Kannski eru þessi ljóð tilraun mín til að færa saman skilning kynslóða, með því að stefna saman einhverju sem við erum vön og öðru sem við þekkjum ekki. Þarna sprettur fram alls konar fólk í ólíkustu aðstæðum í látlausum flaumi tímans, Íslendingar fyrr og nú,“ segir Sigurbjörg Þrastardóttir rithöfundur en hún sendi nýlega frá sér sína tíundu ljóðabók sem ber nýstárlegan titil orðasmíðar hennar, Flaumgosar. Bókin geymir 102 ljóð og á kápu segir að Sigurbjörg takist í þeim á við drauma, angist og undrun fólks í flaumi tímans og veiti fínstillta innsýn í íslenska þjóðarsál.

„Þessi ljóð fæddust í lotum og þau eru í heildina vissulega þó nokkuð flaumósa. Ég gat ekki hætt, nýjustu ljóðin eru frá því í vor, en þá braust fram aukaskammtur af ljóðum

...