Åge Hareide hefur stýrt íslenska karlalandsliðinu frá því í apríl á síðasta ári. Norðmaðurinn, sem er orðinn 71 árs gamall, tók við liðinu á erfiðum tíma en undir hans stjórn hefur landsliðið leikið 18 leiki

Bjarni Helgason

bjarnih@mbl.is

Åge Hareide hefur stýrt íslenska karlalandsliðinu frá því í apríl á síðasta ári. Norðmaðurinn, sem er orðinn 71 árs gamall, tók við liðinu á erfiðum tíma en undir hans stjórn hefur landsliðið leikið 18 leiki. Sigrarnir eru sjö, jafnteflin tvö og töpin níu. Hann er með 39% sigurhlutfall sem þjálfari landsliðsins.

Åge er frábær manneskja en hann tók þjálfaragleraugun af hillunni í fyrra til þess að taka við landsliðinu. Heilt yfir hefur árangurinn verið fínn, þó liðið hafi kannski ekki náð markmiðum sínum og allt það, en hann hefur heldur aldrei getað stillt upp sínu sterkasta liði, alveg frá því að hann tók við.

Staðreyndin er samt sú að hann hefur ekki náð að tengjast íslensku þjóðinni líkt og forverar hans hafa

...