Angústúra gefur út nokkur verk fyrir jólin. Fyrst má nefna nýtt verk úr smiðju Ránar Flygenring, Tjörnin. „Tjörnin er hyldjúp og töfrandi saga um forvitni og framhleypni, stjórn og stjórnleysi, en ekki síst um samband okkar við eigin tegund og allar …
Rán Flygenring
Rán Flygenring

Angústúra gefur út nokkur verk fyrir jólin. Fyrst má nefna nýtt verk úr smiðju Ránar Flygenring, Tjörnin. „Tjörnin er hyldjúp og töfrandi saga um forvitni og framhleypni, stjórn og stjórnleysi, en ekki síst um samband okkar við eigin tegund og allar hinar sem við deilum nærumhverfinu með. Bók fyrir náttúrubörn á öllum aldri.“

Anna Dröfn Ágústsdóttir sagnfræðingur skráir sögu ljós­myndarans Ólafs K. Magnússonar í verkinu Óli K. „Augnablik Íslands­sögunnar urðu að sýnilegum minjum í myndum hans. Hann tók utan um andrúm og tilfinningar og gaf þeim form, gerði karla og konur að leikendum á sviði tímans – var staddur þar sem sagan gerðist.“

Fjórða og síðasta bókin í Álfheimabókaflokknum eftir Ármann Jakobsson nefnist Gyðjan og er hún sögð „hörkuspennandi lokaþáttur“.

Nokkrar þýðingar koma einnig út fyrir

...