Una Jónsdóttir hjá Landsbankanum.
Una Jónsdóttir hjá Landsbankanum.

Kortavelta íslenskra heimila hefur mælst afar kröftug síðustu mánuði og aukist samfellt að raunvirði á milli ára síðan í október í fyrra. Mikil neyslugeta heimila skýrist m.a. af því að margir hafa skipt yfir í verðtryggð íbúðalán þar sem greiðslubyrði er minni.

Þetta kemur fram í Hagspá Landsbankans sem birt var í vikunni.

Tæplega 60% allra útistandandi íbúðalána eru nú verðtryggð samanborið við 50% við upphaf árs 2023.

Í Hagspánni segir að gera megi ráð fyrir því að áfram verði sókn í verðtryggð lán á næstunni vegna endurskoðunar á þessu ári og næsta. magdalena@mbl.is