Ísraelsmaðurinn Ely Lassman segir gæta margháttaðs misskilnings í umræðum um stöðuna í Ísrael og nágrannaríkjum. Meðal annars sýni vinstrimenn á Vesturlöndum mikinn barnaskap í umræðum. Þetta kom fram í fyrirlestri Lassmans í Þjóðminjasafninu síðastliðinn mánudag
— Morgunblaðið/Karítas

Baldur Arnarson

baldura@mbl.is

Ísraelsmaðurinn Ely Lassman segir gæta margháttaðs misskilnings í umræðum um stöðuna í Ísrael og nágrannaríkjum. Meðal annars sýni vinstrimenn á Vesturlöndum mikinn barnaskap í umræðum.

Þetta kom fram í fyrirlestri Lassmans í Þjóðminjasafninu síðastliðinn mánudag. Af öryggisástæðum var fyrirlesturinn ekki auglýstur heldur aðeins fyrir boðsgesti.

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, skýrði þá ákvörðun í ávarpi áður en Lassman tók til máls.

„Við gátum ekki boðið öllum af öryggisástæðum. Því þekki ég næstum alla í salnum. Það er að mínu viti með öllu ólíðandi takmörkun á málfrelsi okkar á Íslandi að við skulum þurfa að grípa til

...