Disclaimer er sálfræðitryllir í sjö þáttum sem sjá má á Apple TV. Fyrstu tveir þættirnir lofa góðu, ekki síst vegna frammistöðu hinnar dásamlegu Cate Blanchett. Hún leikur blaðakonu sem einn dag fær senda bók og uppgötvar sér til hrellingar að þar…
Blanchett Mjög áhyggjufull í Disclaimer.
Blanchett Mjög áhyggjufull í Disclaimer.

Kolbrún Bergþórsdóttir

Disclaimer er sálfræðitryllir í sjö þáttum sem sjá má á Apple TV. Fyrstu tveir þættirnir lofa góðu, ekki síst vegna frammistöðu hinnar dásamlegu Cate Blanchett. Hún leikur blaðakonu sem einn dag fær senda bók og uppgötvar sér til hrellingar að þar er hún aðalpersónan og fjallað er um gamalt leyndarmál í lífi hennar. Blanchett, sem er ætíð tignarleg og falleg, bregst ekki í hlutverki sínu. Gamla brýnið Kevin Kline leikur föður sem hefur misst eiginkonu og son og er bitur og vansæll. Hann er góður. Aðrir leikarar standa sig svo með prýði.

Verðlaunaleikstjórinn Alfonso Cuarón leikstýrir þáttunum, sem hafa yfirleitt fengið fína dóma nema hjá breska blaðinu The Guardian sem gaf þáttaröðinni tvær stjörnur, en hrósaði þó Blanchett, enda varla annað hægt. Það er merkilegt hvað gagnrýnendur þess

...